Fréttir | 15. júní 2018

Vara-viðskiptaráðherra Kína

Forseti á fund með hr. Fu Ziying, vara-viðskiptaráðherra Kína, og föruneyti hans. Rætt var um vaxandi samstarf Kínverja og Íslendinga á undanförnum árum, viðskipti m.a. á sviði jarðhitanýtingar og ferðamennsku og tækifæri sem við blasa í viðskiptum þjóðanna. Nefnt var sem dæmi að leita mætti jöfnuðar í viðskiptum landanna með auknum útflutningi íslenskra matvæla til Kína.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar