Fréttir | 06. júní 2018

Endurheimt votlendis

Forseti tekur á móti Aroni Einari Gunnarssyni, fyrirliða landsliðs Íslands í knattspyrnu, og fleiri gestum á Bessastöðum í tilefni af því að KSÍ hefur ákveðið að kolefnisjafna ferð liðsins til Rússlands í sumar. Framlagið gengur til Votlendissjóðsins sem mun nýta það til að moka í skurði í landi Bessastaða í því skyni að stuðla þar að endurheimt votlendis og vinna þannig gegn neikvæðum loftslagsbreytingum. Meðal þátttakenda í viðburðinum voru Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.

Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar