Fréttir | 05. júní 2018

Sendiherra Lúxemborgar

Forseti á fund með sendiherra Lúxemborgar, Jean Olinger, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samskipti Íslands og Lúxemborgar, sameiginlega flugsögu um áratuga skeið og áskoranir eftir fall bankakerfisins á Íslandi 2008. Þá var rætt um þróun mála innan Evrópusambandsins og stöðu smáríkja í heimi hnattvæðingar og ólgu á alþjóðavettvangi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar