Fréttir | 05. júní 2018

Sendiherra Argentínu

Forseti tekur á móti sendiherra Argentínu, Betina Alejandra Pasquali, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samskipti Íslands og Argentínu í áranna rás, einkum áhuga argentínska skáldsins Jorge Luis Borges á menningar- og sagnaarfi Íslendinga og viðureign Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla síðar í mánuðinum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar