Fréttir | 05. júní 2018

Safnaverðlaunin

Forseti afhendir Íslensku safnaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Þrjú söfn voru tilnefnd til verðlaunanna, Grasagarður Reykjavíkur, Listasafn Árnesinga og Varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands. Verðlaunin voru í þetta sinn veitt Listasafni Árnesinga.

Íslensku safnaverðlaunin eru veitt annað hvert ár og er ætlað að vekja athygli á því sem vel er gert á íslenskum söfnum. Þeim er jafnframt ætlað að efla faglegan metnað og vera hvatning til að kynna menningu þjóðarinnar á framsækinn og áhugaverðan hátt. Að Safnaverðlaununum standa Íslandsdeild ICOM og Félag íslenskra safna og safnamanna (FÍSOS).

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar