Fréttir | 04. júní 2018

Skátar

Forseti á fund með Mörtu Magnúsdóttur skátahöfðingja og öðrum fulltrúum skátahreyfingarinnar. Rætt var um ýmis verkefni fram undan og Æsklulýðsvettvanginn, samstarf Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Hlutverk Æskulýðsvettvangsins er að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna og stuðla að heilbrigðum, uppbyggjandi og vönduðum aðstæðum í æskulýðsstarfi.