Fréttir | 30. maí 2018

Alþjóðadagur MS

Forseti sækir alþjóðadag MS sem haldinn er hátíðlegur við húsakynni MS-félagsins í Reykjavík. Aðildarfólk og velunnarar félagsins gerðu sér þar glaðan dag, veitingar voru veittar og skemmtiatriði í boði. Síðustu ár og áratugi hefur miðað ágætlega í leit að lyfjum og lækningum við MS-sjúkdómnum en áfram er verk að vinna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar