Fréttir | 29. maí 2018

Forsætisráðherra Eistlands

Forseti á fund með Jüri Ratas, forsætisráðherra Eistlands, á Bessastöðum. Á fundinum var rætt um jákvæð samskipti landanna til margra ára, svo sem á sviði menningar og viðskipta. Einnig var vikið að stöðu Evrópusambandsins, stafrænu öryggi og kynjajafnrétti auk þess sem rætt var um fyrirhugaða heimsókn forseta Íslands til Eistlands í næsta mánuði. Fundinn sátu einnig sendiherrar landanna og fleiri embættismenn.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar