Fréttir | 25. maí 2018

Nýsköpun nemenda

Forseti kynnir sér vinnustofu Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og þau verkefni sem þar eru unnin. Lista yfir þau má sjá hér. Í gær og í dag hafa nemendur unnið að verkefnum sínum og notið leiðsagnar og góðrar aðstöðu í Háskólanum í Reykjavík. Á morgun verður afraksturinn sýndur og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhendir verðlaun.