Fréttir | 23. maí 2018

Skarað fram úr

Forseti sækir hátíðarathöfn JCI á Íslandi, „Framúrskarandi ungir Íslendingar“. Þar fengu tíu einstaklingar viðurkenningu fyrir farsæl störf í almannaþágu. Forseti flutti stutt ávarp og ræddi um að fólk sem skari fram úr sé alla jafna hugrakkt en þori um leið að leita aðstoðar, vinna saman og þekkja eigin takmörk. Þá afhenti forseti viðurkenningarskjöl og færði Ingileif Friðriksdóttur hvatningarverðlaun JCI fyrir atbeina hennar á sviði mannréttinda, fjölbreytileika og réttinda hinsegin fólks.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar