Fréttir | 22. maí 2018

Sendiherra Tælands

Forseti á fund með sendiherra Tælands, Prasittporn Wetprasit, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samskipti Íslands og Tælands, lýðræðisþróun þar ytra og fyrirhugaðar kosningar í landinu snemma næsta ár. Þá var rætt um hagi fólks hérlendis sem er af tælensku bergi brotið og stöðu mála á alþjóðavettvangi, einkum í Suðaustur-Asíu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar