Fréttir | 22. maí 2018

Sendiherra Nígeríu

Forseti á fund með sendiherra Nígeríu, Uzoma Elizabeth Emenike, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um framtíðarhorfur í Nígeríu, kvenréttindi og leiðir til að renna nýjum stoðum undir efnahagslíf þar í landi. Þá var rætt um viðskipti Íslands og Nígeríu að fornu og nýju og að lokum barst talið að væntanlegri viðureign karlalandsliða ríkjanna á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í sumar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar