Fréttir | 22. maí 2018

Sendiherra Eþíópíu

Forseti á fund með sendiherra Eþíópíu, Merga Bekana, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um nýtingu jarðhita í Eþíópíu, þátt íslenskra orkufyrirtækja í þeim efnum og frekari skref á næstunni. Þá var rætt um framtíðarhorfur í Eþíópíu og grannríkjum, lýðræðisþróun og efnahagslegar framfarir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar