Fréttir | 22. maí 2018

FC Sækó

Forseti tekur á móti liðsmönnum FC Sækó, knattspyrnufélags sem var stofnað árið 2011. Að því standa Hlutverkasetur, Velferðarsvið Reykjavíkur og geðsvið Landspítalans. Félaginu er að ætlað að efla andlega og líkamlega heilsu liðsmanna. Innan raða þess er fólk sem nýtur eða hefur notið þjónustu geð- og velferðarkerfisins auk annarra sem láta málefnið sig varða.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar