Fréttir | 18. maí 2018

Verðlaunasjóður iðnaðarins

Forseti afhendir viðurkenningar úr Verðlaunasjóði iðnaðarins. Þrjú fyrirtæki, Kerecis, Oculis og Syndís, fengu verðlaunin að þessu sinni og eina milljón króna hvert í sinn hlut. Hjónin Kristján Friðriksson í Klæðagerðinni Últímu og Oddný Ólafsdóttir stofnuðu sjóðinn árið 1976 með það fyrir augum að styrkja íslenskan iðnað og hönnun.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar