Fréttir | 16. maí 2018

Me & MyCity

Forseti heimsækir Me & MyCity í Espoo, útborg Helsinki. Me & MyCity er samstarfsverkefni samtaka atvinnurekenda og fræðsluyfirvalda á sviði lífsleikni. Verkefnið felst meðal annars í að nemendur í 6. og 9. bekk taka þátt í hlutverkaleik sem æfir þau á lifandi hátt í að vera starfsmenn og neytendur. Í þessu sérútbúna krakkabæjarfélagi fá þau laun, versla, fara í banka, taka þátt í borgarstjórn og kaupa í matinn, svo dæmi séu tekin.

Myndasyrpa úr heimsókninni til Finnlands.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar