Fréttir | 16. maí 2018

Málstofa um ferðamennsku

Eliza Reid forsetafrú tekur þátt í hádegismálstofu um Íslandsferðir sem Íslandsstofa efndi til í ríkisheimsókninni til Finnlands. Eliza flutti ávarp auk þess sem gestir fengu sýnishorn af íslenskri matargerð og fræddust um íslenska hönnun. Fyrr um daginn heimsótti Eliza ásamt fylgdarliði Aalto háskólann í Helsinki sem er mjög öflugur á sviði hönnunar, nýsköpunar og verkfræði.

Myndasyrpa úr heimsókninni til Finnlands.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar