Fréttir | 16. maí 2018

Málefni norðurslóða

Forseti heimsækir ísbrjótinn Urho í höfninni í Helsinki, skoðar hann og á fund með Sauli Niinistö forseta Finnlands, Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra, Anne Berner samgönguráðherra Finnlands og embættismönnum um málefni norðurslóða. Finnar hafa nú á hendi formennsku í Norðurskautsráðinu en á næsta ári taka Íslendingar við af þeim og vilja forystumenn beggja þjóðanna efla samstarfið á þeim vettvangi. Á fundinum var meðal annars rætt um umhverfisbreytingar á Norðurheimskautssvæðinu en þær geta skipt máli fyrir jarðarbúa alla.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar