Fréttir | 27. apr. 2018

Íslensku þekkingarverðlaunin

Forseti afhendir Íslensku þekkingarverðlaunin við hátíðlega athöfn í Iðnó í Reykjavík. Félag viðskipta- og hagfræðinga stendur að verðlaununum. Við val á þekkingarfyrirtæki ársins 2018 var horft til þeirra fyrirtækja sem eru leiðandi í stafrænum lausnum og hafa með nýsköpun í tækni bætt rekstrarumhverfi sitt. Dómnefnd tilnefndi fjögur fyrirtæki, Arion banka, HB Granda, Skagann 3X og Vísi. Síðastnefnda fyrirtækið hlaut verðlaunin að þessu sinni. Einnig var tilkynnt um viðskipta- eða hagfræðing ársins. Þann heiður hlaut Sigurður Hilmarsson hagfræðingur sem notið hefur mikillar velgengni í Bandaríkjunum með fyrirtækið The Icelandic Milk and Skyr Corporation sem hann stofnaði árið 2006 og framleiðslu þess, Siggi's skyr. Fyrr á þessu ári keypti franska fyrirtækið Lactalis fyrirtækið en Siggi's skyr er ennþá hrært og selt við miklar vinsældir vestra. Vísir og Sigurður fengu glæsilega verðlaunagripi sem Sæþór Örn Ásmundsson hannaði.