Fréttir | 25. apr. 2018

Konur af erlendum uppruna


25. apríl 2018

Eliza Reid forsetafrú flytur opnunarávarp á vinnustofu um innflytjendur, aðlögun og íslenskt samfélag. Að viðburðinum stóðu W.O.M.E.N. (Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi) og UAK (Ungar athafnakonur) og var stuðst við rakarastofusnið UN Women og leiða leitað fyrir konur af fjölbreyttum uppruna til að brúa bil milli ólíkra menningarheima og byggja upp sterkara samfélag.