Fréttir | 10. apr. 2018

Sambía

Forseti á fund með nýjum sendiherra Sambíu, Rose Mulemba Salukatula, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um sameiginlegar áskoranir ríkjanna tveggja þótt höf og álfur skilji þau að; viðbrögð við loftslagsbreytingum með sjálfbærni að leiðarljósi, virðingu fyrir lögum og rétti í alþjóðasamskiptum og þá hættu sem ójöfnuður skapar í samfélagi manna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar