Fréttir | 10. apr. 2018

Ítalía

Forseti á fund með nýjum sendiherra Ítalíu, Alberto Colella, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samskipti Íslands og Ítalíu að fornu og nýju, stjórnarmyndun á Ítalíu og stöðu forseta í því ferli. Þá var fjallað um blikur á lofti á alþjóðavettvangi, samstöðu ríkja með sameiginlega hagsmuni og nauðsyn þess að ríkjafulltrúar ræði saman um ágreiningsefni og sjónarmið sem stangast á.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar