Fréttir | 01. mars 2018

Fjarðabyggð

Forsetafrú heimsækir Fjarðabyggð í tengslum við afhendingu Eyrarrósarinnar, viðurkenningar fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, sem fram fór að þessu sinni í Neskaupstað en í fyrra hlaut verkefnið Eistnaflug verðlaunin. Með í för voru stjórnendur Listahátíðar í Reykjavík, tilnefndir verðlaunahafar og fulltrúar frá Air Iceland Connect og Byggðastofnun.
Á Eskifirði bauð Sævar Guðjónsson upp á morgunkaffi í Randulffs sjóhúsi og kynnti sögu þessa gamla síldarsjóhúss. Á efri hæð hússins er verbúð síldarsjómannanna í upprunalegri mynd. Í Neskaupstað heimsótti forsetafrú nýjan og glæsilegan leikskóla, Eyrarvelli, og síðan var komið við á Minningarreitnum um snjóflóðin þar sem Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar sagði frá atburðunum sem urðu 17 manns að bana árin 1885, 1974 og 1978.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar