Fréttir | 18. jan. 2018

Annar dagur Svíþjóðarheimsóknar

Opinber heimsókn forseta Íslands og frú Elizu Reid hélt áfram í Stokkhólmi í dag, fimmtudaginn 18. janúar. Forsetahjónin tóku þátt í morgunverðarfundi um tækifæri í ferðamennskugeiranum á Íslandi, sem Íslandsstofa skipulagði, og þar flutti forsetafrúin ávarp. Næst var haldið til fundar í Karolinska Institutet þar sem Unnur Anna Valdimarsdóttir, Inga Dóra Sigfúsdóttir og fleiri sögðu frá samstarfi milli sænskra og íslenskra vísindamanna á heilbrigðissviði. Þá kynnti forseti sér smíði fjölbýlishúsa úr timbri, sem talin eru mun umhverfisvænni en steinsteypuhús. Að þessum fundum loknum bauð borgarstjórn Stokkhólmsborgar forsetahjónum og fylgdarliði til til hádegisverðar í ráðhúsi borgarinnar. Því næst var hópnum boðið í listasafn Evgens prins á Valdimarsodda í Stokkhólmi.

Myndasafn úr ferðinni (flestar myndanna eru eftir Leif Rögnvaldsson).

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar