Fréttir | 17. jan. 2018

Forsetafrú heimsækir bókasöfn í Stokkhólmi

Á fyrsta degi opinberrar heimsóknar forsetahjóna til Stokkhólms flutti frú Eliza Reid forsetafrú ávarp á fundi um gildi bókmenntaþýðinga með sérstakri áherslu á íslenskar bókmenntir. Fundurinn hafði yfirskriftina "Books build bridges" (Bækur byggja brýr) og var hann haldinn í Borgarbókasafninu í Stokkhólmi; á eftir erindi frú Elizu voru pallborðsumræður. Fyrr um daginn skoðaði forsetafrúin Bernadotte bókasafnið í Konungshöllinni og krúnudjúsnin sem þar eru einnig varðveitt.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar