Fréttir | 10. okt. 2017

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn

Eliza Reid forsetafrú sækir viðhafnardagskrá í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum. Þar flutti hún ávarp fyrir hönd forseta sem átti ekki heimangengt.

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn ár hvert og er honum ætlað að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna við fordómum í garð geðsjúkra. Í ár var sjónum einkum beint að geðheilsu á vinnustöðum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar