Fréttir | 11. sep. 2017

Reiðnámskeið fyrir fólk með fötlun

Forseti er viðstaddur kynningu á námskeiðum Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ fyrir fötluð börn og fullorðna. Viðburðinn sóttu einnig fulltrúar annarra hestamannafélaga á landinu, formenn Landssambands Hestamannafélaga og Félags hrossabænda, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, stjórnarfólk úr Íþróttasambandi fatlaðra og fleiri. Ætlunin er að auka framboð á námskeiðum af þessu tagi enda er eftirspurnin mikil. Reynslan af starfi Harðar í Mosfellsbæ hefur þegar sýnt hvernig fólk, sem hefur sótt námskeiðin, eflist á líkama og sál. Í máli viðstaddra kom fram mikill stuðningur við að efla þessa þjónustu og verða næstu skref senn stigin í þeim efnum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar