Fréttir | 22. júní 2017

Hallgrímur Jónsson

Forseti tekur á móti Hallgrími Jónssyni níræðum. Hallgrímur fæddist á Bessastöðum 22. júní 1927. Foreldrar hans, Elín Vigfúsdóttir og Jón H. Þorbergsson, bjuggu um þær mundir þar en fluttu ári síðar á aðra stórjörð, Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu. Hallgrímur varð þjóðkunnur lögreglumaður og þekktur kappi í frjálsum íþróttum. Hann reit endurminningar sínar, Reynsluslóðir.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar