Fréttir | 28. nóv. 2017

Stjórnarmyndun

Forseti á fund með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Á fundinum veitti forseti Katrínu umboð til stjórnarmyndunar. Að undanförnu hafa Katrín, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, leitt viðræður um stjórnarsamstarf þessara flokka.