Fréttir | 19. okt. 2017

Norðurþing, síðari dagur

Forseti og forsetafrú heimsækja nyrðri hluta Norðurþings, þar á meðal Öxarfjörð, Raufarhöfn og Kópasker. Í Öxarfirði kynntu þau sér búskapinn á Lóni, raunar bæði fjárbúskap og sápugerð, héldu þvínæst í skólann í Lundi og áttu þar ánægjulega stund með starfsfólki og nemendum og svo var haldið að Skinnastað og kirkjan þar skoðuð með leiðsögn Jóns Ármanns Gíslasonar. Á Raufarhöfn heimsóttu forsetahjón fyrst grunnskólann og hlýddu þar á sitthvað sem nemendur og skólastjóri höfðu fram að færa. Þvínæst skoðuðu þau Heimskautsgerðið og GPG fiskverkun auk þess að koma við á Hótel Norðurljósum og í Breiðabliki þar sem eldri kynslóð íbúa á sér samastað. Eftir gott spjall við fólkið í Breiðabliki var haldið til Kópaskers þar sem forseti átti einnig fund með eldri borgurum en síðasti viðkomustaður í sveitarfélaginu var miðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi þar sem Guðmundur Ögmundsson sagði gestunum frá starfseminni í Ásbyrgi.

Myndasyrpa frá síðari degi heimsóknar í Norðurþing.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar