Fréttir | 13. sep. 2017

Sendiherra Georgíu

Forseti á fund með nýjum sendiherra Georgíu, hr. Gigi Gigiadze, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um þá stefnu stjórnvalda í Georgíu að tengjast alþjóðasamtökum nánari böndum og ýmsar áskoranir í þeim efnum. Einnig var rætt um málefni hælisleitenda og aðgerðir á því sviði. Jafnframt barst talið að samskiptum Íslands og Georgíu á sviði menningar og vakti forseti þá athygli á atbeina Íslandsvinarins Grígols Matsjavariani sem heillaðist af íslenskum bókmenntum og sagnaarfi, dvaldi um skeið hér á landi með konu og dóttur fyrir tilstilli ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar en féll frá fyrir aldur fram árið 1996. Loks var rætt um mögulegt samstarf íslenskra og georgískra fyrirtækja og stofnana á sviði jarðhita.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar