Fréttir | 28. ágú. 2017

Listahátíðin Cycle

Forseti á fund með Guðnýju Þóru Guðmundsdóttur og Söru S. Öldudóttur um listahátíðina Cycle. Í september verður í gangi þverfaglegt verkefni í Kópavogi þar sem lögð verður áhersla á skapandi ferli og tilraunastarfsemi frá samfélagslegu sjónarhorni. Sjónum verður einkum beint að Grænlandi, Íslandi og Færeyjum og tengslum þessara landa við Danmörku að fornu og nýju.