Fréttir | 28. ágú. 2017

Listahátíðin Cycle

Forseti á fund með Guðnýju Þóru Guðmundsdóttur og Söru S. Öldudóttur um listahátíðina Cycle. Í september verður í gangi þverfaglegt verkefni í Kópavogi þar sem lögð verður áhersla á skapandi ferli og tilraunastarfsemi frá samfélagslegu sjónarhorni. Sjónum verður einkum beint að Grænlandi, Íslandi og Færeyjum og tengslum þessara landa við Danmörku að fornu og nýju.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar