Fréttir | 24. ágú. 2017

Nýr sendiherra Moldóvu

Forseti á fund með nýjum sendiherra Moldóvu, hr. Veaceslav Dobinda, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um möguleika á auknum samskiptum ríkjanna ekki síst á sviði hvers konar viðskipta. Þá gerði sendiherrann grein fyrir afstöðu stjórnvalda í Moldóvu til rússneska minnihlutans í landinu og deilna og misklíðar í Transnistríu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar