Fréttir | 13. ágú. 2017

Heimsmeistaramót íslenska hestsins

Forseti sækir heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið er í Oirschot í Hollandi en mótið sækja keppnislið, knapar og hestar frá mörgum Evrópulöndum og Bandaríkjunum. Áhorfendur koma einnig víða að, m.a. um 2000 gestir frá Íslandi. Forseti gekk um hinn glæsilega mótsvang með Gunnari Sturlusyni, formanni FEIF (The International Federation of Icelandic Horse Associations), og forystufólki íslenskra hestaíþrótta, ræddi við þátttakendur og heimsótti fjölmarga sölu- og kynningarbása sem helgaðir eru hestaíþróttum. Þá afhenti forseti verðlaun í keppni í tölti og flutti ávarp.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar