Fréttir | 20. júní 2017

Veðurfræðingar

Forseti tekur á móti gestum á alþjóðaráðstefnu um veður til fjalla sem haldin er í Reykjavík. Í ávarpi nefndi forseti meðal annars að á Íslandi fóru vísindalegar athuganir á veðri fyrst fram á Bessastöðum. Árið 1749 mældi danski fræðimaðurinn Niels Horrebow loftþrýsting og hita og hélt því áfram um tveggja ára skeið. Hann var hissa á hve hlýtt var á þessum slóðum. Þennan og ýmsan annan fróðleik má finna á vef Veðurstofu Íslands.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar