Fréttir | 15. júní 2017

Nýr sendiherra Súdans

Forseti á fund með nýjum sendiherra Súdans, frú Ahlam Abdelgalil Abuzeid Ali, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Á fundinum var m.a. rætt um framtíð Súdans og stöðu mála þar og í grannríkjum, ekki síst í hinu stríðshrjáða Suður Súdan. Þá var rætt um stöðu kvenna í landinu og möguleika þeirra til menntunar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar