Fréttir | 31. maí 2017

Fundur með forseta Finnlands

Forseti á fund með Sauli Niniistö forseta Finnlands í bústað hans ytra. Á fundinum var rætt um hin góðu samskipti Íslands og Finnlands á mörgum sviðum. Finnlandsforseti bauð forseta Íslands í opinbera heimsókn til Finnlands og forseti Íslands nefndi að á næsta ári fagna Íslendingar hundrað ára afmæli fullveldis; þá verði þjóðarleiðtogum boðið til landsins. Forsetarnir ræddu jafnframt ýmis viðfangsefni samtímans og má þar nefna norræna samvinnu, málefni norðurslóða, stöðu alþjóðamála og loftslagsbreytingar. Að fundum loknum ræddu forsetar Íslands og Finnlands við blaða- og fréttamenn.

Frú Eliza Reid átti einnig fund með frú Jenni Haukio forsetafrú og ræddu þær meðal annars um menningartengsl Íslands og Finnlands, menningartengda ferðaþjónustu og mikilvægi bókmennta í samfélaginu.

Myndir frá heimsókninni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar