Fréttir | 23. maí 2017

Sendiherra Panama

Forseti á fund með nýjum sendiherra Panama, hr. Daniel E. Fabrega, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um efnahagsþróun í Panama, fjármálalöggjöf í landinu og úrbætur í þeim efnum. Þá var fjallað um Panamaskurðinn, siglingaleiðir um heimsins höf og framtíðarþróun í þeim efnum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar