Fréttir | 16. maí 2017

Upphaf Færeyjaheimsóknar

Forseti og forsetafrú heimsækja Færeyjar. Í upphafi heimsóknar átti forseti fund með lögmanni Færeyja, Aksel V. Johannesen, og embættismönnum í tónlistarskólanum í Sörvági. Forseti skoðaði stríðsminjasafnið þar í grennd, hitti nemendur í tónlistarskólanum og hlýddi á tónlistaratriði auk þess sem hjónin kynntu sér starfsemi Hiddenfjord laxeldisstöðvarinnar á Vogey. Að kvöldi þáðu hjónin kvöldverðarboð bæjarstjórnarinnar í Sörvági. Ávarp forseta í íslensku. Ávarp forseta á færeysku. Ávarp forseta á dönsku.

Annan dag heimsóknarinnar, þriðjudaginn 16. maí, flutti forseti fyrirlestur um landhelgisdeilur í Fróðskaparsetrinu, háskóla Færeyja, og átti að því loknu fund með forsvarsmönnum háskólans. Áður hlýddu forsetahjónin þó á leik Reykjavík Brassband fyrir utan háskólann en sú lúðrasveit, sem er íslensk, sótti lúðrasveitamót í Færeyjum um helgina. Að lokinni heimsókn í háskólann héldu forsetahjónin til Kirkjubæjar og skoðuðu minjar þar og hittu að máli Trónd Patursson glerlistamann sem sýndi þeim verkstæði sitt. Einnig skoðaði forseti myndverk eftir Jón Sigurpálsson sem Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur færðu Færeyingum nýlega og að því loknu skoðuðu forsetahjón myndlistarsýningu í Listasafni Færeyja og fóru í skoðunarferð til Nólseyjar skammt utan við Þórshöfn.

Myndasafn: Heimsókn til Færeyja, 15. maí 2017.

Myndasafn: Heimsókn til Færeyja, 16. maí 2017.

Frásögn færeyska sjónvarpsins frá heimsókninni í Sörvág.

Fyrirlestur forseta við Fróðskaparsetur Færeyja (upptaka).

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar