Fréttir | 29. mars 2017

Singapúr

Forseti á fund með Sam Tan, ráðherra í ríkisstjórn Singapúrs. Sam Tan hefur m.a. sinnt málefnum norðurslóða en Singapúr er áheyrnaraðili að Norðurskautsráðinu og hefur t.d. tekið ríkan þátt í umræðum um breytta heimsverslun með opnun nýrra siglingaleiða í norðri. Á fundinum var rætt um samskipti Íslands og Singapúrs en forseti Íslands fór í opinbera heimsókn þangað árið 2015. Fundinn sátu jafnframt Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og embættismenn frá báðum löndum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar