Fréttir | 15. mars 2017

Sendiherra Níkaragva

Forseti á fund með nýjum sendiherra Níkaragva, fr. Verónica Alejandra Rojas Berrios, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um jarðhitasamstarf þjóðanna sem efla mætti frekar; einnig var rætt um væntanlegan skipaskurð í gegnum landið og þau áhrif sem hann kann að hafa á náttúru, mannlíf og alþjóðaflutninga. Níkaragva er einn umsvifamesti framleiðandi kaffis í veröldinni og umtalsverður hluti þeirra kaffibauna sem fluttar eru til Íslands koma þaðan.