Fréttir | 14. mars 2017

Menning í Grindavík

Forseti Íslands sækir sagnakvöld og tónleika á menningarviku Grindvíkinga. Á sagnakvöldi sögðu aðfluttir Grindvíkingar frá heimahögum sínum og aðdraganda þess að þeir fluttu á nýjar slóðir. Fólkið sem átti þannig sögu kom frá Grímsey og Los Angelese, Tékklandi, Króatíu og gömlu Júgóslavíu. Síðan hélt Vox Felix tónleika í Grindavíkurkirkju.

Menningarvikunni lýkur 19. mars.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar