Fréttir | 17. feb. 2017

Steinsteypa

Forseti Íslands afhendir steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands á steinsteypudeginum 2017. Verðlaunin í ár hlaut Högna Sigurðardóttir arkitekt. Nemendaverðlaun félagsins voru veitt Birgi Péturssyni. Bæði eru þau nýlátin, Högna í hárri elli en Birgir lést í snjóflóði á Esju undir lok síðasta mánaðar. Hann var 25 ára og hafði nýlokið MS-gráðu frá Háskóla Íslands. Fyrir verðlaunaafhendinguna minntust viðstaddir þeirra Högnu og Péturs með stuttri þagnarstund. Þá fengu þeir Egill Helgason sjónvarpsmaður og Pétur H. Ármannsson sérstaka viðurkenningu fyrir sjónvarpsþætti þeirra, Steinsteypuöldina.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar