• Forseti og menntamálaráðherra ásamt verðlaunahöfum.
Fréttir | 02. feb. 2017

Menntaverðlaun SA

Forseti Íslands var viðstaddur Menntadag atvinnulífsins. Í viðamikilli dagskrá var sjónum beint að framtíð íslenskrar tungu, einkum í rafrænum heimi þar sem röddin er sífellt meir notuð til að stýra tækjum og tólum. Þá reynir á að hægt verði að nota íslensku. Fyrirlesarar fjölluðu um þá áskorun og forseti afhenti tveimur fyrirtækjum verðlaun. Alcoa Fjarðaál hlaut Menntaverðlaun atvinnulífsins og Keilir fékk Menntasprota ársins. Ágrip af ávarpi forseta og nánari lýsingu á viðburðinum má finna hér og hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar