Fréttir | 15. des. 2016

Málefni flóttamanna

Forseti á fund með Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands og prestunum Sigfúsi Kristjánssyni og Toshiki Toma. Rætt var um málefni flóttamanna á Íslandi og áleitin siðferðisleg viðfangsefni sem þeim tengjast. Gestirnir gerðu forseta jafnframt grein fyrir stöðu Morteza Songolzadeh, sem hingað kom frá Frakklandi fyrir hálfu öðru ári, en hans bíður dauðarefsing fyrir trúvillu verði hann sendur til Írans, síns fæðingarlands. Hann vinnur nú á vegum þjóðkirkjunnar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar