Fréttir | 18. nóv. 2016

Félagsmiðstöðin Tjörnin

Forseti ávarpar börn sem sækja frístundamiðstöðina Tjörnina í Vesturbæ Reykjavíkur. Krakkar úr 2. bekk gengu fylktu liði frá Skólavörðuholti að Þjóðleikhúsinu. Þar nutu þau söngs og leiklistar og hlýddu á ræðu forseta.  Með göngunni lauk jafnframt barnaréttindaviku. Í henni var ungviðið hvatt til að þekkja réttindi sín og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var kynntur og ræddur í frístundamiðstöðvum. Mynd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar