Fréttir | 09. nóv. 2016

Alþjóðaskólinn í Garðabæ

Forsetahjónin heimsækja Alþjóðaskólann við Sjálandsskóla í Garðabæ, International School of Iceland. Sendiherrar erlendra ríkja á Íslandi sóttu viðburðinn líka. Yngri nemendur skemmtu gestum með söng og síðan kynntu þeir eldri heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Nemendur fluttu framsögur, spurðu gesti spjörunum úr og lögðu öll sem eitt áherslu á mikilvægi þess fyrir framtíð þeirra á þessari jörð að unnið verði eftir heimsmarkmiðunum. Mynd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar