Fréttir | 15. okt. 2016

Eggert Þór Bernharðsson

Forseti sækir minningarþing um Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing og opnar sýningu á ljósmyndum hans. Þingið um Eggert bar heitið "Hann færði almenningi söguna" og var haldið í Þjóðminjasafni Íslands. Vinir og samstarfsfélagar hans fluttu erindi og fjölskylda hans minntist hans sömuleiðis. Eggert Þór Bernharðsson var í fremstu röð íslenskra sagnfræðinga og lagði einkum áherslu á miðlun fræðanna til almennings eins og fjölmörg verk hans bera glöggt vitni um. Eggert var einnig fær ljósmyndari. Við lok þingsins opnaði forseti sýningu á ljósmyndum hans. Myndir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar