Fréttir | 30. sep. 2016

Ávarp á afmælishátíð ríkissjónvarpsins

Forseti er viðstaddur hátíð í útvarpshúsinu við Efstaleiti í Reykjavík. Þar var því fagnað að rétt hálf öld var liðin síðan útsendingar ríkissjónvarpsins hófust hér á landi. Í stuttu ávarpi minntist forseti þess sameiningarafls sem sjónvarpið var fyrstu áratugina þegar aðrar sjónvarpsstöðvar voru ekki í boði og landsmenn fylgdust saman með vinsælum þáttum í dagskrá sjónvarpsins. Forseti nefndi jafnframt að þótt nú væri öldin önnur gegndi ríkissjónvarpið áfram mikilvægu hlutverki. Þá vék forseti að þætti sjónvarps við forsetakjör að fornu og nýju.