Fréttir | 04. ágú. 2016

Hjólakraftur

Forseti hitti félaga í Hjólakrafti við heimreiðina að Bessastöðum, hjólaði með þeim að þjóðhöfðingjasetrinu og tók þar á móti hópnum. Hjólakraftur er ætlaður öllum en helst krökkum á aldrinum 12-18 ára. Hjólað er saman í góðum félagsskap án þess að hafa keppni beinlínis að markmiði. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hópsins, hjolakraftur.com. Myndir.

Efnisorð |
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar